Kalvin Phillips miðjumaður Manchester City vill fara frá félaginu í janúar til þess að spila meira og eiga séns á að vera í EM hópi Englands næsta sumar.
Kalvin hefur verið hjá City í 18 mánuði og varla fengið nein tækifæri til að sanna ágæti sitt.
Nú segir enska blaðið Mirror að það stefni í tveggja hesta hlaup um Phillips, segir að Tottenham og Liverpool vilji bæði fá hann.
Liverpool hefur lengi verið orðað við Phillips sem er enskur landsliðsmaður sem átti góða tíma hjá Leeds.
Tottenham er heitasta lið Englands í dag og spilar liðið fótbolta sem gæti hentað hinum vel spilandi miðjumanni.