Enska sambandið ætlar ekki að refsa Luis Diaz fyrir að lyfta treyju sinni upp og senda skilaboð heim til Kólumbíu, þegar hann skoraði gegn Luton í gær.
Foreldrum Diaz var rænt fyrir rúmri viku í Kólumbíu en er móðir hans laus úr haldi. Pabbi hans er hins vegar enn í haldi.
Frelsi fyrir pabba stóð á bolnum sem Diaz sýndi eftir markið gegn Luton.
Reglur enska sambandsins segja til um það að eigi refsa leikmönnum sem senda persónuleg skilaboð á meðan leik stendur.
Enska sambandið ætlar hins vegar ekki að nýta þessa reglu heldur stendur með Diaz sem vonast til þess að faðir sinn verði laus úr haldi á næstu dögum.
Mannræningjarnir hafa lofað því að sleppa honum en segja of mikla gæslu vera ástæðu þess að þeir hafi ekki treyst sér til að gera það.