Lionel Messi, einn besti ef ekki besti leikmaður allra tíma, útilokar það ekki að spila á næsta HM sem fer fram eftir þrjú ár.
Messi verður þá 39 ára gamall en hann spilar með Inter Miami í Bandaríkjunum þessa dagana.
Messi og hans liðsfélagar í Argentínu unnu HM í Katar á síðasta ári og var hann svo valinn besti leikmaður ársins í síðasta mánuði.
,,HM 2026? Miðað við hvað ég verð gamall á þessum tíma þá virðist það erfitt en við sjáum til,“ sagði Messi.
Það verður fróðlegt að sjá hvort Messi muni taka slaginn með landsliðinu en hann er svo sannarlega ekki að útiloka neitt.