Glæpahópurinn, ELN í Kólumbíu hefur gefið það út að föður, Luis Diaz leikmanns Liverpool verði sleppt úr haldi á næstu dögum.
Manuel Diaz og eiginkonu hans var rænt um síðustu helgi, henni var sleppt en glæpahópurinn tók Manuel með sér á flótta.
Í gær komst lögreglan að því að ELN hópurinn hefði tekið pabba Diaz og hópurinn hefur ákveðið að gefast upp.
Móðir Diaz var skilin eftir í bíl en sonur þeirra hefur ekki spilað síðustu tvo leiki með Liverpool vegna málsins.
Talsmaður ELN segir í orðasendingu til fjölmiðla að Manuel verði látinn laus á næstu dögum..