Mikael Hjelmberg, útilokar ekki að Birkir Már Sævarsson snúi aftur til félagsins en veit ekki í hvaða hlutverki það yrði.
Birkir og fjölskylda hans er að flytja til Svíþjóðar, samningur hans við Val er á enda og óvissa er um stöðuna.
Fleiri gamlir félagar vilja snúa aftur til Hammarby en þar átti Birkir Már góða tíma. „Þetta eru tveir frábærir leikmenn, frábærar manneskjur og voru mikils metnir hérna. Ef við finnum hlutverk fyrir þá eða getum verið í einhverju samstarfi, þá erum við glaðir með að taka þá inn í félagið,“ segir Hjelmberg.
Hann staðfestir einnig að Jón Guðni Fjóluson sé á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út.
„Jón verður ekki áfram, við höfum tekið samtalið við hann og hann er meðvitaður um það. Það er ekki skrítið,“ segir Hjelmberg en Jón hefur verið mikið meiddur síðustu ár.
„Það er ekki útilokað að hann spili á Íslandi,“ segir hann einnig en Jón Guðni er sterklega orðaður við Íslands og bikarmeistara, Víkings.