Samkvæmt fréttum í dag er Lionel Messi leikmaður Inter Miami loksins að fá sinn mann, Luis Suarez til félagsins.
Frá því að Messi kom til Inter Miami í sumar hefur hann viljað fá gamla og góða liðsfélaga til að hjálpa sér.
Félagið sótti Jordi Alba og Sergio Busquets í sumar og nú á að halda áfram.
Samningur Suarez við Gremio í Brasilíu er að renna út og segir í fréttum að líklega skrifi Suarez undir hjá Inter Miami í desember.
Eigendur Inter Miami vilja berjast um titilinn í MLS deildinni á næstu leiktíð og eru tilbúnir að styrkja liðið til að það verði að veruleika.
Suarez eins og Alba og Busquets voru hluti af frábæru Barcelona liði þar sem Messi var stjarna liðsins.