Þrátt fyrir að hafa lítið getað gegn Newcastle í deildarbikarnum í gær, þá fær Mason Mount nokkuð lof frá stuðningsmönnum félagsins fyrir hegðun sína eftir leik.
Mount var eini leikmaður United sem gekk um völlinn eftir leik og þakkaði stuðningsmönnum félagsins fyrir stuðninginn.
Krísa er hjá United eftir erfiða byrjun tímabilsins en Mount var keyptur til United í sumar en hefur ekki fundið taktinn.
United fékk skell í deildarbikarnum í gær og eftir ömurlega byrjun í deildinni er ástandið á Old Trafford slæmt.
Hér að neðan má sjá Mount labba og þakka fyrir sig.
Mason Mount was the only player to walk around clapping fans last night after the 3-0 loss to Newcastle, regardless of result, NO UTD player should be heading down the tunnel without appreciating the fans… #mufc pic.twitter.com/VMkZbIZYcQ
— Magnificent 24/7 reds (@magnificent24_7) November 2, 2023