Samkvæmt fréttum á Englandi í dag hefur Jurgen Klopp stjóri Liverpool áhuga á því að kaupa Devyne Rensch, varnarmann Ajax.
Segir í fréttum að Liverpool hafi áhuga á að fá þennan tvítuga varnarmann í janúar.
Rensch hefur silað sem hægri bakvörður og miðvörður og er Klopp sagður hrifin af því sem hann hefur séð.
Rensch hefur spilað sjö leiki fyrir Ajax á þessu tímabili en hann lék sína fyrstu leik tímabilið 2020/2021, þegar Erik ten Hag var stjóri Ajax.
Rensch er einnig sagður á lista United en ólíklegt er að leikmaður velji United frekar en Liverpool miðað við ástandið í dag.
Klopp vill auka breiddina í varnarleik sínum en Rensch og félagar eru á botninum í hollensku úrvalsdeildinni.