Það var mikil reiði hjá Inter í sumar þegar Romelu Lukaku ákvað að ganga í raðir Roma.
Lukaku var á láni hjá Inter í fyrra frá Chelsea og var einnig hjá liðinu 2019-2021. Flestir bjuggust við því þegar ljóst varð að belgíski framherjinn færi á láni á ný að hann myndi halda til Inter en svo varð ekki. Fór hann til Roma.
„Sum skipti ganga ekki í gegn en virðingin þarf að vera til staðar,“ segir Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, málið.
„Það er óásættanlegt þegar einhver lætur sig hverfa og svarar ekki í símann. Þegar skiptin til okkar duttu upp fyrir 8. júlí vorum við búnir að reyna að hringja í hann í marga daga en fengum ekkert svar.“
Lukaku hefur farið afar vel af stað með Roma og skorað átta mörk í ellefu leikjum.