Neymar leikmaður Al-Hilal í Sádí Arabíu er þekktur fyrir það að hafa ansi gaman af því að spila tölvuleiki og senda það út í beinni útsendingu.
Halloween hátíðin stendur nú sem hæst en hátíðin er haldin hátíðlega út um allan heim.
Þar fara margir í þann gír að hrekkja sína nánustu og þekkir Neymar þá tilfinningu afar vel.
Fyrir nokkru síðan var hann í tölvuspili þegar vinur hans mætti með hræðilega grímu og hræddi hann.
Allt náðist þetta á myndband eins og sjá má hér að neðan.
When Neymar got terrified while streaming over Halloween 😅 pic.twitter.com/7AD8CsjXXB
— ESPN FC (@ESPNFC) October 31, 2023