Íslenska kvennalandsliðið áttu undir högg að sækja þegar Þýskaland heimsótti liðið í Þjóðadeild kvenna í kvöld, gestirnir voru miklu sterkari en tókst ekki að nýta sér yfirburði sína.
Íslenska liðið tapaði illa gegn Þýskalandi í síðasta mánuði og því var ljóst að verkefnið í kvöld var erfitt.
Þýska liðið skapaði talsvert af færum en Telma Ívarsdóttir gerði vel í markinu og varði oft á tíðum vel.
Það var hins vegar í síðari hálfleik sem Telma gerði mistök og braut á sóknarmanni Þýskalands, dómari leiksins gat ekki annað gert en að dæma vitaspyrnu.
Giulia Gwinn steig á punktinn og var afar örugg á vítapunktinum. Allt stefndi í það yrði eina mark leiksins en það var á 94 mínútu sem Klara Bühl skoraði.
Hún skaut utan teigs og líklega hefði Telma mátt gera betur í íslenska markinu.
Ísland er með þrjú stig eftir fjóra leiki í Þjóðadeildinni en sigurleikur liðsins kom gegn Wales, mætast þau lið aftur í næsta mánuði.
Þýskaland fær víti og kemst í 0-1!
Telma aðeins of sein og brýtur af sér. Giulia Gwinn skorar örugglega úr vítinu. pic.twitter.com/tvabNXKKtc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023