Sandro Tonali, leikmaðuir Newcastle, hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann frá fótbolta en þetta var staðfest í dag.
Tonali er dæmdur í bannið fyrir brot á veðmálareglum en aðrir ítalskir leikmenn hafa lent í því sama og voru hluti af sama veðmálahring.
Tonali má ekki æfa með Newcastle næstu tíu mánuðina né spila sem er áfall fyrir enska úrvalsdeildarfélagið.
Ítalinn mun fara í meðferð vegna veðmálafíknar en hann er 23 ára gamall og kom aðeins til Englands í sumar.
Tonali hefur staðið sig vel undanfarnar vikur með Newcastle en hann var áður á mála hjá AC Milan.
Hann á einnig að baki 15 landsleiki fyrir Ítalíu.
🚨⚪️⚫️ Newcastle confirm that Sandro Tonali has been banned from football for ten months, as effective from Friday, 27th October 2023, following illegal betting charges by the Italian Football Federation (FIGC).
FIGC’s sanction includes an overall 18-month ban, with 8 months… pic.twitter.com/PWR8PHPSDF
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2023