Cristiano Ronaldo er ennþá besti leikmaður heims þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall.
Þetta segir Christophe Galtier, fyrrum stjóri Paris Saint-Germain, en Ronaldo vinnur nú í Sádi Arabíu og leikur með Al-Nassr.
Portúgalinn stóð sig afar vel í síðasta leik Al-Nassr en hann skoraði tvennu er liðið mætti Al Duhail.
Galtier er mikill aðdáandi Ronaldo en hann hefur sjálfur unnið með Lionel Messi sem spilaði undir hans stjórn í Frakklandi.
,,Þegar þú mætir Ronaldo er ekki mikið sem þú getur gert. Hann skoraði tvö falleg mörk,“ sagði Galtier.
,,Ég er orðlaus þegar kemur að því að lýsa honum. Það sem hann er að gera 38 ára gamall er ótrúlegt. Hann er ennþá besti leikmaður heims.“