fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Hart tekist á í beinni um málið umdeilda – „Jæja góði, þú um það“

433
Laugardaginn 28. október 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna mætti áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, í heimsókn.

Markvarðastaðan hjá Arsenal hefur verið í umræðunni undanfarið en David Raya mætti í sumar og hirti stöðuna af Aaron Ramsdale. Spánverjinn hefur gert nokkur mistök og er Helgi hrifnari af Ramsdale sem markverði. Hrafnkell er ekki á sama máli.

„Liverpool er með Alisson í markinu og hann gerir oft mistök. En þetta er fórnarkostnaðurinn af því að hann spili út, sé agressívur, framarlega og vaði út í alla krossa. Ég held að þú græðir meira á því en þú tapar þegar allt kemur til alls,“ sagði Hrafnkell um málið.

„Alisson vegur upp á móti mistökunum með því að vera bestur í heimi einn á einn sem dæmi. Raya hefur ekkert svona,“ sagði Helgi þá.

Hrafnkell tók til máls á ný. „Ég held þið þurfið að gefa honum tíma. Mér finnst Raya betri.“

„Jæja góði, þú um það,“ sagði Helgi að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
Hide picture