Sandro Tonali má spila með Newcastle um helgina þegar liðið mætir Wolves þrátt fyrir að búið sé að dæma hann í tíu mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum.
Tonali var dæmdur af yfirvöldum á Ítalíu en Newcastle hefur ekki fengið dóminn í sínar hendur og FIFA og UEFA eiga eftir að staðfesta hann.
„Við höfum ekki fengið staðfestinguna, við höfum ekkert heyrt frá yfirvöldum á Ítalíu. Það eru góðar líkur á að hann geti spilað,“ segir Eddie Howe stjóri Newcastle.
Tonali var keyptur til Newcastle frá AC Milan á 52 milljónir punda í sumar en veðmálin lagði hann á Ítalíu.
„Þú sást gegn Dortmund að hann spilaði vel, hann hefur æft vel. Ég dæmi hann bara út frá því, hann hefur verið góður á æfingasvæðinu.“