fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Eggert Gunnþór staðfestir viðræður við Val

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. október 2023 14:19

Eggert Gunnþór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Gunnþór Jónsson hefur átt í viðræðum við Val um að verða aðstoðarþjálfari liðsins. Frá þessu greinir hann í Þungavigtinni.

Samningur Eggerts við FH er að renna út en hann hefur ekki ákveðið hvað hann ætlar að gera, hvort hann spili eða fara í þjálfun.

„Maður er að slaka á og hugsa um hvað framtíðin er, ég er að fara erlendis í frí og tek tíma til að sjá hvað er best í stöðunni,“ sagði Eggert í Þungavigtinni.

„Ég hef talað við FH og svo eru aðrir möguleikar líka en allt óákveðið þar.“

Um starfið hjá Val segir Eggert. „Það hafa átt sér samtöl þar, ég get staðfest það,“ sagði Eggert en sagði ekkert klárt þar.

Valur leitar að aðstoðarþjálfara eftir að Sigurður Heiðar Höskuldsson sagði upp störfum til að taka við Þór í Lengjudeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina