Harry Maguire skoðar það ennþá að fara frá Manchester United í janúar en er aðeins farin að róast nú þegar hann fær tækifæri í byrjunarliðinu hjá Erik ten Hag.
Ten Hag reyndi að losa sig við Maguire í sumar en hann neitaði að fara og vildi berjast fyrir sínu.
Vegna meiðsla hefur Maguire byrjað síðustu þrjá deildarleiki og staðan því betri en áður. „Það er önnur tilfinning í kringum Maguire núna, hann er að berjast og vill gera sitt besta fyrir Manchester United,“ segir Fabrizio Romano.
„Framtíð hans fer eftir spilatíma. Það er mikilvægt fyrir hann að spila fram að glugganum í janúar.“
„Hann vill ólmur fara á Evrópumótið. Það er því mikilvægt fyrir hann að spila áður en glugginn opnar.“
Romano segir að ef Maguire fer aftur á bekkinn þá reyni hann að fara. „Það er möguleiki á því að Maguire klári tímabilið með United ef hann spilar.“
„Ef hann byrjar að fara á bekkinn í nóvember eða desember þá skoðar hann það fara.“