Gríski miðvörðurinn Sokratis Papastathopoulos hefur komið víða við en það er útlit fyrir að hann sé búinn að finna sér nýtt lið á Spáni.
Sokratis er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Dortmund og Arsenal en hefur einnig spilað á Ítalíu og í Grikklandi.
Kappinn gekk í raðir Olympiacos frá Arsenal 2021 en varð samningslaus í sumar. Nú virðist sem svo að Real Betis á Spáni sé að landa honum.
Viðræður eru í gangi og er vonast til að klára dæmið á næstunni.
🟢 Betis president Ángel Haro confirms plan to sign new centre back as soon as possible.
Talks now restarted in order to reach an agreement with the free agent Sokratis Papastathopoulos — deal is on 🇬🇷 pic.twitter.com/2sCerhWkM2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 25, 2023