Stuðningsmenn Arsenal urðu margir hverjir áhyggjufullir þegar Gabriel Jesus fór meiddur af velli í leik liðsins gegn Sevilla í gær.
Liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fór Jesus á kostum. Skoraði hann og lagði upp í 1-2 sigri Arsenal.
Þegar um tíu mínútur lifðu leiks fór Jesus hins vegar af velli vegna meiðsla.
„Hann fann til aftan í læri og bað strax um að fá ða koma út af. Það eru ekki góðar fréttir því hann er ekki leikmaður sem gerir það almennt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal eftir leik.
„Við sjáum hvað setur á næstu dögum.“