Knattspyrnumaðurinn Neymar sat fyrir á nærfötunum einum saman er hann auglýsti fatalínu Kim Kardashian.
Raunveruleikastjarnan Kardashian á merkið SKIMS og er fyrirtæki hennar metið á fjóra milljarða Bandaríkjadala.
Neymar, sem gekk í raðir Al Hilal frá Paris Saint-Germain í sumar, sleit krossband á dögunum en heldur sér uppteknum.
Hér að neðan má sjá myndirnar.