Guðmundur Tyrfingsson er genginn í raðir Fylkis frá Selfyssingum.
433.is sagði frá því í morgun að skiptin væru yfirvofandi en hafa þau nú verið staðfest.
Hinn tvítugi Guðmundur átti flott tímabil fyrir Selfoss sem féll úr Lengjudeildinni fyrr í haust, en hann bar fyrirliðabandið hjá liðinu.
Guðmundur skoraði átta mörk í Lengjudeildinni í sumar en það dugði ekki til að halda Selfyssingum uppi.
Guðmundur er uppalinn á Selfossi en hann gekk í raðir ÍA árið 2020, áður en hann sneri svo heim á ný.
Fylkir hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar sem nýliði, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Yfirlýsing Fylkis
Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Guðmynd Tyrfingsson um að leika með liðinu út tímabilið 2026.
Guðmundur er öflugur sóknarmaður og kemur til Fylkis frá Selfossi þar sem hann var fyrirliði liðsins þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur einnig leikið með ÍA á sínum ferli. Hann á að baki 122 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 27 mörk, þá hefur hann leikið 26 leiki með yngri landsliðum Íslands.