Ólafur, sem gegndi sem gengdi sömu stöðu hjá Breiðabliki í rúmt ár, er þrautreyndur þjálfari en ekkert verður að því að hann taki við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá HK samkvæmt nýjustu fréttum.
„Stjórn knattspyrnudeildar vildi ráða Óla Kristjáns og það var komið vel á veg en aðalstjórn HK beitti neitunarvaldi vegna skuldastöðu milli eininganna, knattspyrnudeildar við aðalstjórn,“ segir Jóhann Már Helgason í Dr. Football.
Hrafnkell Freyr Ágústsson og Arnar Sveinn Geirsson voru með honum í þættinum og skilja ákvörðun HK vel.
„Þetta er skiljanlegt. HK vill ekki vera að steypa sér í fleiri skuldir. Að mínu mati er flott að hafa þetta starf á Íslandi en þú verður ekki að hafa það,“ segir Hrafnkell.
Arnar hrósar HK.
„Ef það er rétt segi ég bara takk fyrir það HK, að sýna smá skynsemi og reka klúbbinn á heilbrigðan hátt. Það má alveg hrósa fyrir það.“