Liverpool 2 – 0 Everton
1-0 Mohamed Salah(’75, víti)
2-0 Mohamed Salah(’97)
Liverpool vann fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið spilaði við granna sína í Everton.
Leikurinn í dag var engin frábær skemmtun en Mohamed Salah sá um að tryggja heimamönnum sigurinn.
Salah skoraði tvö mörk í síðari hálfleik til að tryggja öruggan sigur en það fyrra kom úr vítaspyrnu.
Everton fékk nánast engin tækifæri í þessum leik en liðið spilaði manni færri frá 37. mínútu eftir rauða spjald Ashley Young.
Young fékk tvö gul spjöld á 20 mínútum í fyrri hálfleik og voru heimamenn mun sterkari eftir brottreksturinn.
Salah skoraði örugglega úr vítaspyrnu sinni og bætti svo við öðru á 97. mínútu eftir sendingu frá Darwin Nunez.