Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná sem varamaður hjá Dusseldorf sem spilaði við Kaiserslautern í Þýskalandi í dag.
Útlitið var alls ekki gott fyrir heimamenn eftir um 30 mínútur en staðan var þá 3-0 fyrir gestunum.
Dusseldorf lagaði stöðuna undir lok fyrri hálfleiks og fékk Ísak svo kallið í hálfleik.
Ísak og hans liðsfélagar náðu að snúa þessum leik sér í vil og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og unnu að lokum frábæran 4-3 sigur.
Ísak komst ekki á blað að þessu sinni en spilaði sitt hlutverk í frábærri endurkomu liðsins.
Dusseldorf er í fjórða sætinu í þýsku B deildinni og er tveimur stigum frá toppliði St. Pauli.