Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur ekki neinn einasta áhuga á að ræða málefni Jadon Sancho. Hann var spurður út í mál hans á fréttamannafundi í dag.
Sancho kantmaður Manchester United þarf að fara eftir ströngum reglum nú þegar hann æfir einn hjá félaginu og fær ekki að klæða sig á sama stað og aðrir leikmenn í aðalliðinu.
Sancho hefur í tæpar sjö vikur og æft einn eftir að hafa farið í stríð við Erik ten Hag, stjóra félagsins.
Ten Hag neitar að hleypa Sancho á æfingar fyrr en hann biðst afsökunar, hann neitar að gera það en liðsfélagar hans hafa ráðlagt honum að gera það.
„Það er búið að segja allt um þetta mál;“ segir Ten Hag sem ætlar ekki að gefa sig og líklgea verður Sancho farin frá félaginu í janúar ef Ten Hag verður enn í starfi.
🚨⛔️ Erik ten Hag when asked about Sancho case again today: “Everything has been said about it”. pic.twitter.com/zDGX0RmEWm
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023