Fyrrum knattspyrnumaðurinn og í dag sparkspekingurinn Stan Collymore telur að Liverpool geti vel staðið uppi sem sigurvegari ensku úrvalsdeildarinnar í vor.
Liverpool hefur farið vel af stað á leiktíðinni, er með 17 stig, 3 stigum frá toppliðum Tottenham og Arsenal.
„Ég held að þeir vinni og haldi áfram að eiga frábært tímabil,“ segir Collymore um komandi leik Liverpool gegn erkifjendunum í Everton á morgun.
„Ég held að liðið sem endi fyrir ofan lið Jurgen Klopp verði meistari,“ segir hann jafnframt.
„Fyrir mér vinnur Liverpool deildina eða verður í öðru sæti. Ég held að þeir verði fyrir ofan bæði Arsenal og Tottenham. Eina liðið sem ég sé skáka þeim yfir 38 leiki er Manchester City.“