Forráðamenn í ensku úrvalsdeildinni skoða það að vera með hið minnsta einn leik á aðfangadegi jóla.
Heil umferð er í dag skráð á 23 desember en ljóst er að einhverjir leikir fara fram áður.
Nú segir Telegraph frá því að enska deildin vilji einnig spila á aðfangadegi jóla.
Aðfangadagur er ekki heilagur dagur í Bretlandi líkt og á Íslandi, en í Bretlandi eru gjafirnar til dæmis opnaðar á jóladag.
Liverpool og Arsenal fer fram í þessari umferð en verður þann 23 desember. Aðrir leikir í umferðinni eru viðureignir West Ham vs Manchester United, Tottenham vs Everton og Wolves vs Chelsea sem gætu farið á aðfangadag.