Það er stórleikur í enska boltanum í hádeginu þegar Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton á Anfield.
Iðulega er hart barist þegar þessi lið mætast en Liverpool hefur oftar en ekki betur í þessum leikjum.
Liverpool verður án Andy Robertson á morgun og næstu vikurnar vegna meiðsla en búist er við að Kostas Tsimika byrji í fjarveru hans.
Svona eru líkleg byrjunarlið.
Liverpool:
(4-3-3): Alisson; Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konate, Virgil van Dijk, Kostas Tsimikas; Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai, Curtis Jones; Luis Diaz, Mohamed Salah, Darwin Nunez.
Everton:
(4-4-1-1): Jordan Pickford; Ashley Young, James Tarkowski, Jarrad Branthwaite, Vitaliy Mykolenko; James Garner, Abdoulaye Doucoure, Amadou Onana, Dwight McNeil; Jack Harrison; Dominic Calvert-Lewin.