Lionel Messi fór á kostum í leik Argentínu gegn Perú í undankeppni HM í gær. Tilþrif hans í leiknum hafa vakið mikla athygli.
Hinn 35 ára gamli Messi virðist ekki hafa gleymt neinu og skoraði hann bæði mörk Argentínumanna í 2-0 sigri.
Það eru hins vegar tilþrif hans í leiknum sem hafa vakið hvað mesta athygli en þar fíflar hann leikmann Perú tvisvar upp úr skónum á örfáum sekúndum. Myndband af þessu er hér að neðan.
Messi spilar í dag með Inter Miami í Bandaríkjunum eftir að hafa yfirgefið Paris Saint-Germain í sumar.
MESSI STOP THAT. 🔥pic.twitter.com/bNcfQTMzkh
— Roy Nemer (@RoyNemer) October 18, 2023