Mike Keegan blaðamaður hjá Daily Mail telur að Sheik Jassim muni nú reyna að kaupa Liveprool til þess að hefna sín á Glazer fjölskyldunni.
Sheik Jassim hafði í tæpt ár reynt að kaupa United en nú er ljóst að Glazer fjölskyldan mun ekki selja honum félagið.
Í stað þess er Glazer fjölskyldan að selja 25 prósenta hlut til Sir Jim Ratcliffe.
Sheik Jassim og hans félgar vilja eignast félag í ensku deildinni og telur Keegan að Jassim fari nú í að renya að kaupa Liverpool.
Eigendur Liverpool hafa áhuga á að selja félagið en hættu við plön sín þegar United var til sölu.
Jassim virðist eiga sér þann draum um að eignast félag á Englandi en hann hefur einnig skoðað það að kaupa Tottenham.