fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ísland með dramatískan sigur á Litháen

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 18:01

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í flokki 21 árs og yngri vann dramatískan 0-1 sigur á Litháen í undankeppni EM 2025 í dag.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, skapaði sér mörg færi og voru þó nokkuð meira með boltann en heimamenn. Litháar áttu þó margar hættulegar skyndisóknir. Hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik og var því markalaust þegar liðin gengu inn í klefa.

Það dró heldur betur til tíðinda í seinni hálfleik, Davíð Snær Jóhannsson var skipt inn á á 65. mínútu og smellti boltanum svo snyrtilega í skeytin mínútu seinna. Íslendingar urðu manni fleiri á 70. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar fékk markmaður Íslands Lúkas Petersson rautt spjald og Litháar vítaspyrnu.

Adam Ingi Benediktsson kom inn í markið og gerði sér lítið fyrir, varði vítið og tryggði Íslandi sigur.

Eins og stendur situr íslenska liðið í efsta sæti riðilsins með sex stig og á einn leik til góða á hin lið riðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Í gær

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning