Algjört hrun var í hlutabréfum Manchester United í gær þegar markaðir opnuðu eftir helgina. Þá var ljóst að Sheik Jassim væri hættur við að reyna að kaupa félagið.
Glazer fjölskyldan vildi ekki selja allt félagið og mun því Sir Jim Ratcliffe eignast um 25 prósent hlut í félaginu.
Þessu tekur markaðurinn ekki vel og lækkuðu hlutabréf United um 22 prósent í gær á tímabili í gær.
Það lagaðist aðeins þegar leið á daginn en ljóst er að markaðurinn er ekki hrifin af áætlunum Glazer fjölskyldunnar.
United verður áfram skuldum vafið en Sir Jim Ratcliffe borgar 1,4 milljarð punda fyrir 25 prósenta hlut en talið er að öll sú upphæð renni í vasa Glazer fjölskyldunnar.