Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus á Ítalíu, er á leið í sjö mánaða bann frá knattspyrnu vegna brota á veðmálareglum.
Hinn 22 ára Fagioli er á fyrsti af mörgum ítölskum leikmönnum sem gætu átt yfir höfði sér langt bann fyrir brot á veðmálareglum. Málin hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga en viðloðnir meint brot eru til að mynda Sandro Tonali hjá Juventus og Nicolo Zaniolo hjá Aston Villa.
Fagioli gaf sig sjálfur fram og hefur sýnt yfirvöldum fullan samstarfsvilja. Fær hann því styttri dóm en ella en það stefnir í að hann verði frá í sjö mánuði.
🚨🇮🇹 BREAKING: Juventus midfielder Nicoló Fagioli will be banned for 7 months, reports Sky Sport.
Decision approved by Turin Prosecutor's Office for betting on illegal platforms — to be announced soon. pic.twitter.com/D27VSYF0pS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023