Framtíð Ivan Toney er í mikilli óvissu en hann vill nýja áskorun á næstunni.
Þessi framherji Brentford er í banni vegna brota á veðmálareglum þar til í janúar.
Þrátt fyrir þetta er hann sterklega orðaður við stærri félög á Englandi. Hafa Arsenal, Chelsea og Tottenham til að mynda verið nefnd til sögunnar.
Nú vekja enskir miðlar athygli á mynd sem Toney birti af sér skora á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal, á síðustu leiktíð.
Er því velt upp hvort þetta sé vísbending um að hann sé á leið þangað.
Toney er með samning hjá Brentford út næstu leiktíð.