Antonio Conte segist hafa hafnað stóru tilboði frá Sádi-Arabíu í sumar.
Sádar hafa lokkað til sín stór nöfn, bæði leikmenn og stjóra, undanfarna mánuði en tókst þeim ekki að fá Conte.
„Ég hafnaði risatilboði frá Sádi-Arabíu. Ég ákvað að segja nei,“ segir Ítalinn.
Undanfarið hefur Conte verið orðaður við stjórastarfið hjá Napoli en hann hefur verið án starfs frá því hann fór frá Tottenham í vor.
„Einn daginn væri ég til í að prófa að stýra Roma eða Napoli. Mér finnst hins vegar betra að taka við nýju starfi eftir tímabil,“ segir hann.