Alfreð Finnbogason framherji Íslands var sáttur með 4-0 sigur liðsins gegn Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Alfreð skoraði eitt marka liðsins.
„Við gerðum það sem markmiðið var, margt sem hefði getað verið betur. Mér fannst við gera þetta fagmannlega,“ sagði Alfreð.
„Það þarf að klára svona leiki, það vita allir fer þegar þú ert kominn í 2-0. Þeir voru liggjandi þarna, það kemur aldrei tempó í leikinn því hann er stopp.“
Gylfi Þór Sigurðsson bætti markametið í kvöld. „Þetta var geðveikt, maður er búinn að vera með í honum í þessari ferð. Erfið síðustu ár, geggjaður í kvöld. Gríðarlega stoltur fyrir hans hönd,“ segir Alfreð.
Viðtalið er í heild hér að neðan,