Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar að þessu sinni var fjölmiðlastarnan Tómas Steindórsson.
Declan Rice gekk í sumar í raðir Arsenal frá West Ham og hefur hann farið á kostum. Tómas er mikill stuðningsmaður síðarnefnda liðsins en er glaður að sjá Rice standa sig.
„Mér finnst svo gott að vera að fá þetta þakklæti núna. Ég var búinn að vera að berjast við vindmyllur í þrjú ár að segja að þetta væri besti miðjumaðurinn,“ sagði hann.
„Hann er eins og N’Golo Kante upp á sitt besta nema bara stærri.“
Umræðan í heild er í spilaranum.