Mason Greenwood hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Manchester United þegar tímabilinu lýkur.
Þetta fullyrða enskir miðlar en Greenwood spilar í dag með Getafe á Spáni í láni frá enska stórliðinu.
Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið um síðustu helgi en hann hefur ekki leikið fyrir Man Utd síðan í byrjun 2022.
Framherjinn var kærður fyrir heimilisofbeldi en eftir að málið var fellt niður ákvað Getafe að taka sénsinn og semja við leikmanninn út tímabilið.
Greenwood er sagður njóta lífsins í botn á Spáni og hefur engan áhuga á að snúa aftur til Englands í bráð.
Þessi 22 ára gamli leikmaður var um tíma einn efnilegasti sóknarmaður Englands en þarf nú að sanna sig upp á nýtt í nýrri deild.