West Ham neitar að gefast upp á varnarmanninum Harry Maguire sem spilar með Manchester United.
Útlit er fyrir að Maguire sé á förum frá Man Utd í janúar en hann hefur opinberlega heimtað að fá meiri spilatíma.
Maguire er ekki fyrsti maður á blað á Old Trafford í dag og er ekki einhver sem Erik ten Hag treystir nógu vel.
West Ham reyndi og reyndi að ná í Maguire í sumarglugganum en hann vildi berjast fyrir sæti sínu í Manchester.
West Ham ætlar að reyna við Maguire aftur í janúar og á hann að vera arftaki Kurt Zouma sem er líklega á leið til Sádi Arabíu.
ESPN fullyrðir þessar fréttir en Maguire hefur hingað til aðeins byrjað tvo af 11 leikjum liðsins.