Emiliano Martinez er talinn einn besti markmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann leikur með Aston Villa.
Martinez er aðalmarkvörður argentínska landsliðsins sem vann HM í Katar undir lok síðasta árs.
Martinez hefur nú sett nýtt met en hann það eru heilar 609 mínútur síðan hann fékk mark á sig í landsliðsbúningnum.
Metið var sett fyrir helgi en Argentína vann þá Paragvæ með einu marki gegn engu.
Þetta er sjöundi leikurinn í röð sem Martinez heldur hreinu og hefur enginn markmaður í sögu landsliða gert betur.