Ítalska fjölmiðlakonan Marialuisa Jacobelli hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir líkindi sín við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian.
Ensk götublöð hafa mikinn áhuga á Jacobelli og benda á líkindin við Kim.
Jacobelli fjallar aðallega um fótbolta í sjónvarpi og gátu Ítalir til að mynda séð hana á skjánum í síðustu viku þegar hún fjallaði um leik Inter og Benfica í Meistaradeild Evrópu.
Hún er einnig ansi vinsæl utan vinnu sinnar en hún er með 3,4 milljónir fylgjenda á Instagram.
Hér að neðan má sjá myndir af Jacobelli og svo Kim Kardashian til samanburðar.