Lautaro Martinez framherji Inter á Ítalíu hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldu þar í landi væna sekt. Ástæðan er sú að hann rak dauðvona barnfóstru úr starfi.
Konan sem var 27 ára gömul var vikið úr starfi hjá Martinez og fjölskyldu eftir átta mánuði í starfi.
Martinez og eiginkona hans eru þá sögð hafa komist að alvarlegum veikindum hennar. Barnfóstran lést í janúar á þessu ári.
Fjölskylda konunnar segir að samningi hennar hafi verið sagt upp á ólöglegan hátt og hefur dómari í Mílanó nú dæmt Martinez til að dæma fjölskyldunni skaðabætur.
Ekki er vitað um upphæðina en Martinez og eiginkona hans eru verulega ósátt með það hvernig málið hefur þróast.
„Ég ákvað að segja ekki neitt mjög lengi af virðingu við fjölskylduna sem aldrei hefur borið virðingu fyrir okkur,“ segir Martinez í yfirlýsingu.
„Við töldu að einstaklingur sem var veikur, vinur okkar alla ævi gæti ekki unnið áfram vegna veikinda.“
„Við gerðum svo mikið fyrir hana og fjölskyldu hennar, við sáum um hana og hjálpuðum henni á sjúkrahúsinu.“
Yfirlýsingin er í heild hér að neðan.