Knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney landaði nýju starfi í þjálfun í dag er hann tók við sem stjóri enska B-deildarliðsins Birmingham. Hann yfirgaf DC United á dögunum og í tilefni að því rifjar The Upshot upp magnaða sögu af honum frá tímanum í Bandaríkjunum.
Rooney átti ekki mjög góðu gengi að fagna sem stjóri DC en eftir að liðið hafði hafnað í neðsta sæti deildarinnar 2022 ákvað hann að reyna að létta andrúmsloftið með smá ræðu.
„Þið sjáið mig kannski sem einhvern raðsigurvegara. En ég hef gert mörg slæm mistök í lífinu,“ sagði Rooney en heimildamaður sagði frá ræðunni.
„Ég hef þurft að yfirstíga eigin takmarkanir. Ég er með mjög lítið typpi,“ sagði hann því næst og voru sumir leikmenn í sjokki.
„Ungu drengirnir voru í áfalli. Þeir skilja ekki þennan breska húmor,“ sagði heimildamaðurinn.
Rooney tekur við góðu búi í Birmingham en liðið situr í sjötta sæti deildarinnar. Félagið vildi stærra nafn í stjórastólinn og Rooney var því tekinn inn.