Alisha Lehmann leikmaður Aston Villa hefur sagt frá einkaskilaboðum sem tónlistarmaðurinn Drake sendi henni á dögunum.
Lehmann er afar vinsæl knattspyrnukona og hefur þénað talsverðar upphæðir utan vallar, er hún með stóra auglýsingasamninga og hefur einnig starfað sem fyrirsæta.
Lehmann er frá Sviss en hún var nokkuð hissa á því þegar einkaskilaboð frá Drake bárust henni á Instagram á dögunum.
Hún var spurð í viðtali hver vær frægasti einstaklingurinn sem hafi sent henni skilaboð. „Það var bara fyrir þremur dögum, Drake sendi mér skilaboð og bað um treyjuna mína,“ segir Lehmann.
Lehmann ræðir einnig aðra hluti í viðtalinu eins og boð frá heimsfrægum manni sem vildi borga henni fyrir kynlíf. Bauð hann henni því sem nemur um 15 milljónum íslenskra króna fyrir kynlíf með sér.
„Ég svaraði auðvitað ekki. Þetta var klikkað. Hann er mjög þekktur. Við höfum hisst áður en ekki í persónu, við vorum á sama viðburði,“ sagði Lehmann.
„Ég get ekki sagt hver þetta er hann hann er mjög þekktur á alþjóðlegan mælikvarða.“