Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur opinberað hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Danmörku og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.
Stelpurnar okkar mæta Dönum 27. október og Þýskalandi fjórum dögum síðar. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.
Ísland verður án lykilmannsins Sveindísar Jane Jónsdóttur en hún verður eitthvað frá áfram vegna meiðsla. Alexandra Jóhannsdóttir kemur hins vegar til baka vegna meiðsla.
Þá kemur Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, inn í hópinn í stað Fanneyjar Birkisdóttur.
Hópurinn
Sandra Sigurðardóttir – Valur – 49 leikir
Telma Ívarsdóttir – Breiðablik – 6 leikir
Aldís Guðlaugsdóttir – FH
Guðný Árnadóttir – AC Milan – 22 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir – Valerenga – 55 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir – Bayern Munich – 116 leikir, 10 mörk
Arna Eiríksdóttir – FH – 2 leikir
Guðrún Arnardóttir – FC Rosengard – 29 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir – Valur – 17 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir – Stjarnan – 1 leikur
Berglind Rós Ágústsdóttir – Valur – 8 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir – Fiorentina – 35 leikir, 4 mörk
Hildur Antonsdóttir – Fortuna Sittard – 7 leikir
Lára Kristín Pedersen – Valur – 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmasdóttir – Bayern Leverkusen – 31 leikur, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir – Rosenborg – 30 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir – Valur – 16 leikir, 2 mörk
Agla María Albertsdóttir – Breiðablik – 56 leikir, 4 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir – Valur
Sandra María Jessen – Þór/KA – 35 leikir, 6 mörk
Hlín Eiríksdóttir – Kristianstads DFF – 28 leikir, 4 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir – Breiðablik – 6 leikir, 1 mark
Diljá Ýr Zomers – OH Leuven – 7 leikir