Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr í Sádí Arabíu hefur beðið forráðamenn félagsins að framlengja samning sinn fram í ársbyrjun árið 2027.
Ronaldo er með samning til ársins 2025 en Ronaldo sem er 38 ára gamall í dag hefur einnig rætt við forráðamenn hjá landsliði Portúgals.
Ronaldo setur nefnilega stefnuna á það að spila á Heimsmeistaramótinu árið 2026 þegar hann verður 41 árs gamall.
Ronaldo á sér þann draum að taka eitt Heimsmeistaramót í viðbót en ferill Ronaldo hefur verið magnaður.
Ronaldo hefur spilað á fimm Heimsmeistaramótum en hann spilaði á því fyrsta árið 2006 en hann setur nú stefnuna á það sjötta.