Youri Tielemans er pirraður á stöðu sinni hjá Aston Villa og íhugar að fara þrátt fyrir að vera nýkominn. Þetta kemur fram á vef Football Insider.
Tielemans gekk í raðir Villa frá Leicester í sumar en hefur ekki byrjað einn deildarleik með liðinu.
Nú segir sagan að hann hafi átt í rifrildi við stjórann Unai Emery.
Sem fyrr segir íhugar Tielemans nú að fara frá Villa eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu. Kemur til greina að fara strax þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.