Það er bjartsýni hjá Arsenal á að Bukayo Saka snúi aftur strax í næsta leik með Arsenal.
Skytturnar urðu fyrir áfalli í síðustu viku þegar Saka fór meiddur af velli gegn Lens í Meistaradeild Evrópu.
Kappinn var fjarverandi í sigri Arsenal á Manchester City um helgina og er þá ekki með enska landsliðinu í komandi leikjum.
Arsenal mætir Chelsea í sínum næsta leik eftir 11 daga og samkvæmt Evening Standard er bjartsýni innan herbúða Arsenal núna um að lykilmaðurinn Saka verði með í þeim leik.