Peter Drury er einn fremsti íþróttalýsandi heim og hefur hann vakið mikla lukku við lýsingar á ensku úrvalsdeildinni og fleiri stórviðburðum.
Hann lýsir gjarnan stórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og var hann að vinna á stórleik Arsenal og Manchester City í gær.
Arsenal vann leikinn 1-0 og sótti afar mikilvæg þrjú stig.
Sky Sports hefur nú birt myndband af Drury þar sem hann leyfir knattspyrnuunnendum að skyggnast á bak við tjöldin og sjá undirbúning hans fyrir leiki.
Fáum hefði grunað hversu mikill undirbúningur fer í lýsingarnar hjá Drury og hafa þeir lýst því yfir í kjölfar þess að myndbandið var birt.
Hér að neðan má sjá það.
Peter Drury is READY for Arsenal vs Manchester City at The Emirates 🔥 pic.twitter.com/TLusGfA3m1
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 8, 2023