Rúmlega 80 prósent af þeim sem svöruðu könnuna á X telur að Óskar Hrafn Þorvaldsson geti gengið stoltur frá borði eftir að hafa látið af störfum hjá Breiðablik.
Óskar vildi stýra Blikum út riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en stjórn Breiðabliks vildi að hann myndi hætta strax.
Óskar gerði Breiðablik einu sinni að Íslandsmeisturum en komst aldrei í bikarúrslit á fjórum árum með liðið. Hann varð hins vegar fyrsti þjálfari í sögu Íslands til að koma karlaliði í riðlakeppni í Evrópu.
Gustað hefur um Óskar í starfi og þá sérstaklega á síðasta tímabilinu þar sem liðið hafði titil að verja en endaði í fjórða sæti og endaði tímabilið afar illa.
Spurt var á X hvort tími Óskars hjá Breiðablik væri góður eða slæmur og telur rúmlega 80 prósent að Óskari hafi náð góðum árangri í Kópavogi.
Er tími Óskars Hrafns hjá Blikum success eða failure?
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 8, 2023